Hvað er Lagaviti?
Lagaviti er öflug gervigreindar- og gagnadrifin hugbúnaðarlausn sérhönnuð fyrir íslenskt lagaumhverfi af lögfræðingum með áratuga reynslu af ýmiskonar lögfræði- og stjórnunarstörfum. Lausnin hefur verið þróuð í samstarfi við flestar af stærstu og virtustu lögmannsstofum landsins og ýmsa sérfræðinga á ólíkum réttarsviðum.
Lagaviti skilar vönduðum lögfræðilegum röksemdum, úrlausunum og greiningum sem eiga að auka skilvirkni í störfum lögfræðinga en um leið að stuðla að réttari greiningu og réttari úrlausnum lögfræðilegra álitaefna.
Lagaviti greinir lögfræðileg álitaefni í fyrirspurnum notenda, finnur til viðeigandi réttarheimildir, skilar notendum vönduðum lögfræðilegum röksemdum og úrlausnum og bendir á atriði sem gætu þarfnast nánari skoðunar og greiningar.
Lagaviti er í stöðugri þróun sem ekki sér fyrir endann á. Gæði lausninnar munu halda áfram að aukast með dýpri og nákvæmari lögfræðilegum greiningum og endurgjöf samstarfsaðila, sem munu skila sér í sértækum lausnum fyrir notendur. Réttarheimildum í gagnagrunni Lagavita mun halda áfram að fjölga jafnt og þétt.
