top of page

Hvernig virkar Lagaviti?

​Einföld notkun og gæði röksemda og úrlausna eru í forgrunni við þróun Lagavita.

Þú getur notað Lagavita í  því umhverfi sem hentar þér best hverju sinni, hvort sem er á vefnum eða í Microsoft Word. Lagaviti aðstoðar þig við úrlausn lögfræðilegra verkefna með því að taka saman röksemdir með vísunum til viðeigandi réttarheimilda, innbyggðu gæðaeftirliti með greiningu á styrkleikum og veikleikum eigin svara, mati á röksemdum með og á móti og hvort aðrar niðurstöður séu lögfræðilega tækar og auðveldu aðgengi að þeim málsgreinum úr viðeigandi réttarheimildum sem vísað er til. Þú getur svo haldið samtalinu áfram, breytt forsendum, beðið Lagavita um að skoða ákveðin atriði nánar o.s.frv. Lagaviti vinnur því með þér frá upphafi til enda en ábyrgð á forsendum fyrirspurna og endanleg niðurstaða er þó að sjálfsögðu alltaf þín og í þínum höndum.

Lausnin er byggð ofan á sérvaldar gervigreindareiningar sem hafa verið sérsniðnar að íslensku lagaumhverfi. Mikil vinna hefur verið lögð í að Lagaviti skili niðurstöðum á greinargóðri og vandaðri íslensku og byggi röksemdir sínar á íslenskri lagalegri aðferðafræði og íslenskri lagahefð.

lagaviti logo
bottom of page