top of page

Fyrirtækið

Stofnendum Lagavita var hugleikið hvernig hægt væri að nýta tæknina betur í þágu lögfræðinnar. Með aukinni útbreiðslu gervigreindartækni og hraðri þróun stórra málmyndandi líkana kviknaði smám saman hugmyndin að Lagavita, tæknilausn sem myndi aðstoða lögfræðinga í daglegum störfum þeirra. Við þróun Lagavita hafa stofnendur átt í samtali við fjölda sérfræðinga á sviði gervigreindar á Íslandi með það að markmiði að smíða lausn sem nýtir nýjustu gervigreindartækni á hverjum tíma og getur hjálpað öllum lögfræðingum, hvort sem er hjá hinu opinbera eða á einkamarkaði, að leysa úr flóknum lögfræðilegum álitaefnum. 
​​​
Hugmyndin að baki Lagavita er þó ekki einungis að auka skilvirkni í störfum lögfræðinga, spara tíma og draga úr kostnaði við vinnu þeirra. Með Lagavita viljum við stuðla að réttari lögfræðilegum úrlausnum sem og tryggja betur réttarvitund og aukið réttaröryggi almennings.​

Þróun Lagavita hefur staðið yfir síðustu tvö árin í samvinnu við stærstu lögmannsstofur landsins og fjölda sérfræðinga á ýmsum sviðum lögfræðinnar. Þegar mest hefur látið hafa um 20 einstaklingar unnið saman að þróun lausnarinnar; lögfræðingar, gervigreindrasérfræðingar, hugbúnaðarsérfræðingar, tölvunarfræðingar, forritarar, hönnuðir o.fl.

Starfsemi Lagvita er einnig studd af öflugum fjárfesti, sem deilir sömu sýn og stofnendur um mikilvægi þess að vönduð gervigreindarlausn fyrir lögfræðinga verði að veruleika hér á landi, ekki eingöngu til hagsbóta fyrir lögfræðisamfélagið heldur samfélagið allt. 

Stofnendur Lagavita: Jóhannes Eiríksson og Tómas Eiríksson

Yfirprófdómari Lagavita: Eiríkur Tómasson

bottom of page